þjónustustig

Samhæfð þjónusta á einum stað
Helsti kostur þjónustu Samvirkni ehf. er sú hagræðing að hafa allt á einum stað þ.e. endurskoðun, tölvuþjónustu og eftirfylgni. Stöðugt er að færast í vöxt að fyrirtæki úthýsi ýmsum þáttum úr rekstrinum og með Samvirkni ehf. er meðal annars stigið það skref að bjóða fyrirtækjum upp á þann kost að sjá um þá þætti bókhaldsins sem fyrirtæki kjósa að sjá ekki um sjálf.

Viðskiptavinir eru beintengdir inn á kerfið og geta því fylgst með lykiltölum og/eða unnið þá bókhaldsþætti innan fyrirtækisins sem þeim hentar. Í jafn síbreytilegu rekstrarumhverfi og fyrirtæki búa við í dag þá skiptir verulegu máli að til staðar séu lausnir sem þróast, stækka og dafna í takt við fyrirtækið með sem minnstum tilkostnaði. Þessi samtvinning felur því í sér mikinn virðisauka.

Samvirkni ehf. ásamt tengdum félögum getur boðið allt ferlið, allt frá uppsetningu kerfisins í samræmi við þarfir viðskiptavina, aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu bókhaldsins, skattalega og rekstrarlega ráðgjöf ásamt úrvinnslu gagna til uppgjörs og endurskoðunar. Síðast en ekki síst eftirfylgni, kennslu og ráðgjöf við val á hugbúnaðarlausnum þannig að fjárfestingin nýtist sem best fyrir viðskiptavininn frá upphafi til enda. Samvirkni er frumkvöðull í lausn þar sem með kerfisbundnum hætti er samtvinnuð þjónusta endurskoðandans, kerfisfræðingsins og hugbúnaðarframleiðandans.

Svæði

Samvirkni Ehf.

Hafnarstræti 97 / 600 Akureyri
Sími 460 5200 / Símbréf 460 5201
Samvirkni@samvirkni.is

Skráning á póstlista